Þú sérð um viðskiptin
og við sjáum um rest
og við sjáum um rest
Skattskil og ráðgjöf
Skattalöggjöfin getur verið flókin. Við tökum málin þín í okkar hendur
Við bjóðum upp á skattaráðgjöf fyrir innlenda jafnt sem erlenda aðila og erum í samstarfi við alþjóðleg samtök endurskoðenda fyrir viðskiptavini í útrás. Við leggjum áherslu á gagnkvæmt traust og gæði í skattaráðgjöf.
Við tökum að okkur að svara fyrirspurnum frá skattayfirvöldum, kæra gömul álitaefni og almennt öll samskipti við ríkisskattstjóra.
Skattskil og ráðgjöf
EINSTAKLINGAR OG REKSTRARAÐILAR
- Sendum framtöl rafrænt
- Áætlum skattaálagningu
- Reiknum bætur
- Veitum almenna ráðgjöf
- Svörum kærum og fyrirspurnum
- Veitum ráðgjöf í réttindum erlendra skattaðila
RÁÐGJÖF
- Veitum ráðgjöf í réttindum erlendra skattaðila
- Veitum ráðgjöf í alþjóðlegum skattamálum
- Veitum ráðgjöf varðandi tvísköttunarmál
- Tökum upp eldri framtöl og erindi
LÖGAÐILAR
- Sjáum um öll skattskil lögaðila
- Sjáum um launaframtal og launamiða
- Vinnum hlutafjár-, hlunninda-, greiðslu- og verktakamiða
- Gerum skattframtal lögaðila
- Gerum samandreginn ársreikning til ársreikningaskrár
- Svörum kærum og fyrirspurnum
- Sendum allt rafrænt til yfirvalda
Endurskoðun og reikningsskil
Ársreikningur á að vera gagnlegt stjórnendum en ekki skattaleg kvöð
Við ársuppgjör og reikningsskil kemur bersýnilega í ljós reynsla starfsfólks okkar og vönduð vinnubrögð.
Við veitum öfluga ráðgjöf og byggjum á persónulegri þjónustu þar sem skilningur á rekstri er hafður að leiðarljósi.
Aðalfundir félaga eru oft haldnir hér. Á þeim er miðlað upplýsingum úr bókhaldi og ársreikningum með það að markmiði að efla rekstur viðkomandi fyrirtækis. Á þessum fundum er leitast við að greina kostnaðarhlið og tekjuöflun hvers fyrirtækis og opnar það oft sýn á öflugri rekstur og ný tækifæri.
Endurskoðun og reikningsskil
REIKNINGSSKIL
- Gerum ársuppgjör/ársreikningar/ársskýrslur
- Gerum árshlutauppgjör
- Gerum slitauppgjör
- Gerum samrunauppgjör
- Framkvæmum greiningar lykiltalna
- Höldum aðalfundi / hluthafafundi / stjórnarfundi
ENDURSKOÐUN
- Endurskoðum ársreikninga
- Framkvæmum sértækar endurskoðanir / kannanir / rannsóknir
ANNAÐ
- Framkvæmum áreiðanleikakannanir
- Aðstoðum við hækkun/lækkun hlutafjár
- Slítum félögum
- Sinnum umsýslu fyrir erlend fyrirtæki
- Komum að samningagerð fyrir hvers konar fyrirtæki
Bókhald
Við finnum farsælar lausnir á bókhaldi fyrir hvern og einn viðskiptavin
Við bjóðum upp á alla almenna bókhaldsþjónustu. Unnið er eftir stöðluðu bókhaldskerfi sem er öflugt og í sífelldri endurskoðun.
Við fylgjumst náið með nýjungum og tökum þær upp fljótt og örugglega hvort heldur sem um sé að ræða bókhald og rafræningu eða laga- og reglugerðabreytingar yfirvalda.
Enda þótt bókhald fyrirtækja fært hjá okkur sé aðallega unnið í DK, höfum við þekkingu á flestum bókhaldskerfum sem eru á markaðnum. Má þar nefna DK, TOK, TOK+, Opusallt, Stólpa, Navision, Garra og Reglu svo fátt eitt sé nefnt; því Skattur & bókhald hefur það að leiðarljósi að finna farsæla lausn á bókhaldi fyrir hvern og einn viðskiptavin.
Bókhald
BÓKHALD – VIÐSKIPTAÞJÓNUSTA
- Fjartengingar við viðskiptavini okkar
- Afleysingarþjónusta bókara og/eða gjaldkera
- Skipulagning bókhalds
- Bókhald – tímavinna
- Færsla bókhalds
- Afstemmingar
- VSK skýrslur
REIKNINGAÚTSKRIFT
- Gerum reikninga
- Sendum skuldara reikninga
- Sendum banka og/eða innheimtufyrirtæki reikninga eða greiðsluskrár
- Eigum samskipti við innheimtuaðila
- Erum í samstarfi við góð innheimtufyrirtæki
- Sinnum innheimtu, ítrekun og eftirfylgni
- Færum innborganir
- Sendum yfirlit til skuldara
GREIÐSLUÞJÓNUSTA / FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA
- Greiðum alla reikninga viðskiptavina, eða valin útgjöld
- Semjum við lánardrottna og banka
- Flytjum lögheimili/póstföng til okkar og önnumst allan pappír/póst
LAUNAVINNSLUR
- Sjáum um laun fyrir verkkaupa
- Sendum allt rafrænt þar sem hægt er að koma því við
- Reiknum laun
- Vinnum launaseðla
- Greiðum laun
- Sjáum um staðgreiðsluskilagreinar
- Sjáum um skilagreinar til banka, skattyfirvalda, lífeyrissjóða og stéttarfélaga
- Vinnum launamiða
- Vinnum launaframtal
SKÝRSLUR
- Sendum rafrænt til skattayfirvalda
- Gerum skýrslur eftir þörfum viðskiptavina úr bókhaldi
- Gerum kostnaðargreiningar
- Gerum kennitölugreiningar
- Vinnum þarfareikninga
- Vinnum framlegðarútreikninga
Ráðgjöf
Við kappkostum að finna farsæla lausn fyrir sérhvern viðskiptavin og hugsum um hans hag
Starfsfólk Skatts & bókhalds leggur metnað sinn í vönduð vinnubrögð.
Meðal þess sem fellur undir hinn víðtæka flokk ráðgjöf og fleira er: Áætlanir, verðmöt fyrirtækja og aðstoð við kaup eða sölu, stofnun og slit fyrirtækja, fjármálaþjónusta, lögfræðiþjónusta og margt fleira.
Ráðgjöf
ÁÆTLANAGERÐ
- Rekstraáætlanir
- Greiðsluáætlanir
- Fjárhagsáætlanir
- Viðskiptaáætlanir
- Berum saman áætlanir og rauntölur
VERÐMAT FYRIRTÆKJA – AÐSTOÐ VIÐ KAUP / SÖLU
- Verðmetum fyrirtæki og rekstrareiningar
- Aðstoðum við kaup og sölu fyrirtækja
- Framkvæmum samruna
- Gerum alla samninga
- Framkvæmum áreiðanleikakannanir
- Höfum fasteignasala sem gengur frá samningum
STOFNUN OG SLIT FYRIRTÆKJA
- Aðstoðum við val á rekstrarformi
- Gerum samþykktir og önnur stofngögn fyrir lögaðila óháð rekstrarformi
- Sjáum um tilkynningar til skattyfirvalda, félagaskrár og sýsluembætta
- Skráum á grunnskrá virðisaukaskatts og staðgreiðsluskrá
- Veitum ráðgjöf varðandi stofnun
- Veitum ráðgjöf og framkvæmd varðandi slit lögaðila
FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA
- Sinnum skýrslugerð
- Stýrum eignum og skuldum
- Sjáum um endurfjármögnun
- Leitum tilboða hjá fjármálafyrirtækjum
- Erum með greiðsluþjónustu og gerum áætlanir
- Veitum aðhald og eftirfylgni
- Veitum persónulega þjónustu
- Störfum með áreiðanlegum innheimtufyrirtækjum
- Aðstoðum við uppbyggingu verkferla og skipulags
- Sinnum umsýslu fyrir erlend fyrirtæki
LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA
- Sinnum almennri samninga- og skjalagerð, láttu okkur koma þér á óvart
- Höfum frábært tengslanet við fagaðila vegna allra sérmála
- Framvísum málum til annarra sérfræðinga ef okkur þrýtur þekkingu
ANNAÐ
- Veitum almenna rekstrarráðgjöf
- Tilkynnum breytingar til hlutafélagaskrár, s.s. stjórnarbreytingar og breytingar á lögheimilum
- Veitum ráð og samtengjum alla almenna tölvuþjónustu í samstarfi við tölvufyrirtæki